Sag.is
Fellsskógur ehf
 
Vörur                           | Sag | Kurl | Eldiviður |
Sími: 864-0290 / 898-3231


Sag
Sagið er aðallega unnið úr greni, lerki og furu.  Fyrir pökkun er það sótthreinsað með hitun í 75 til 90°C.
Vatnsídrægnin er 3,8 til 4 lítrar per kg. 

Sagið hentar afburða vel þar sem mjaltaþjónar eru notaðir því það er endasagað og þess vegna frekar fínt og tollir lítt í júgrum kúnna.

Afgreitt í 20 kg pokum. Kílóverð: 126,-


Sag má nota sem:
 • undirburð fyrir kýr, hross,kálfa, hænsn og svín
 • uppþurrkun spilliefna á bíla-og vélaverkstæðum
 • sigtun á ýmsum spilliefnum
 • beðefni í svepparækt
Okkar sag er:
 • með jafnari kornastærð en annað sag á markaðinum
 • tollir minna í júgrum kúnna
 • sparkast minna út
 • unnið úr ferskum viði beint úr skógi

Kurl
Kurlið er unnið úr lerki og greni til nota í göngustíga og til skreytinga í beðum. Afgreitt í stórsekkjum eða hvaða einingu sem er eftir samkomulagi.
Flísastærð 1,5 -4 cm.

Helstu nytjar af kurli:
 • Klæðning á æfingabrautir hrossa
 • Göngustígar og plön
 • Skreytingar í görðum
 • Sniglafæla (t.d. í jarðaberjabeðum)
 • Eldsneyti til hvers konar kyndinga

Eldiviður
Þurrkaður og klofinn viður í pokum.  Birki og greni.  -  Í arna og kamínur.   Einnig afgreitt í stórsekkjum fyrir eldhús og aðra stórnotendur.


   Sag - Eldiviður - Undirburður - Hafðu samband:  Sími: 864-0290 / 898-3231
 

Jarðepli
                    ehf - Netverslun með
                    skógarvörur
NETVERSLUN MEÐ SKÓGARVÖRUR
Sag er til margra hluta nytsamlegt
-